top of page

Markþjálfun er fyrst og fremst samtal, þar sem þú ræður viðfangsefninu,

yfirferðinni og markþjálfinn styður við ferðalagið sem þú leggur í.

​Í markþjálfun ert það þú sem ræður ferðinni, markþjálfinn styður við ferðalagið þitt

með virkri hlustun og kraftmiklum spurningum.

Markþjálfinn leiðir samtalið ekki áfram, heldur notar spurningar til að fara

smátt og smátt dýpra í langanir, óskir og framtíðardrauma þína.

​Viðfangsefni markþjálfunar geta meðal annars verið persónulegur vöxtur,

aukin lífsgæði, betri frammistaða og árangur

eða hvað annað sem þú ákveður að einblína á.

Árangur er það sem þú ákveður að hann sé.​

Þannig er markþjálfi liðsmaður í þínu ferðalagi.

Hann heldur utan um ferlið og beinir þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum

og kraftmiklum spurningum og skapar þannig rými fyrir viðhorfsbreytingar, sjálfsskoðun og vöxt.

Hvað er skoðað í markþjálfun?

Hvað sem er. Einblínt er á framtíðina og

möguleika sem leynast þar.

 

Til dæmis:

Hverju vilt þú breyta í lífi þínu? Og af hverju? Hvað þarf að gerast til að fá þá breytingu fram? Hvernig verður lífið þegar þetta er breytt?

 

Hverjir eru styrkleikar þínir? Hvernig getur þú notað þína styrkleika til að takast á við áskoranir sem upp koma?

Fyrir hverja er markþjálfun?

Marþjálfun er fyrir alla sem vilja aukin árangur, vöxt og vellíðan hvort sem það er í einkalífi eða í starfi.

 

Forsenda markþjálfunar er að markþegi sæki markþjálfunina á sínum eigin forsendum. 

Markþjálfun er ekki meðferð eða ráðgjöf og því verður markþegi að vera tilbúinn að horfa til framtíðar og nota fortíðina aðeins til þess að draga lærdóm af henni.

 

Hlutverk markþjálfa er ekki að hafa skoðun á því hver þú ert eða hvað þú vilt gera, heldur að draga fram leynda hæfni og möguleika sem búa innra með þér, hjálpa þér að skýra stefnuna, vera bæði styðjandi og áskorandi í þinni vegferð.

bottom of page