Eftir Covid ?
- Erna Kristín Hauksdóttir
- Jun 7, 2021
- 1 min read
Nú erum við aftur að verða félagsverur, eftir að hafa þurft að halda fjarlægð, ekki hittast, ekki heilsast með handabandi, ekki faðmast, ekki fara mörg í búðina, ekki hitta vinnufélagana, ekki hitta vinina, ekki fara á kaffihús, ekki fara í bíó, ekki fara á tónleika og yfirhöfuð halda okkur heima með fjölskyldunni. Fyrir marga var þetta tímabil mjög erfitt, EN .. margir voru líka ánægðir með færri félagslegar kröfur og að þurfa ekki að afsaka það að vilja helst vera heima í friði.
Það er óneitanlega erfitt fyrir þá andfélagslegu og innhverfu (e. introvert) að krafan um félagslegt samneyti er komin aftur. Nú þarf að mæta í veislur og partý og engin afsökun gild. Og svo margar veislur og partý sem hafa beðið á meðan ekki mátti hittast. Svo er líka gott veður þannig að þá "á" að vera úti að njóta veðursins, helst ganga upp á næsta fjallstind, taka selfie og segja heiminum hvað þetta er frábært. Mín ráð til ykkar kæru introvert-ar, farið ykkur rólega. Það þarf ekki að mæta í allar veislur og partý og það þarf ekki að hlaupa upp á næsta fjalltind um helgina þótt það sé sól. Ég vona að við höfum öll nýtt "innilokunina" í að líta inn á við og finna hvað nærir okkur og hvað tæmir okkur. Og að í framhaldinu gerum við meira af því sem nærir okkur, alveg sama hvað félagslegi þrýstingurinn segir.




Comments